Framhaldsáfangi þar sem lögð er áhersla á að beita rannsóknaraðferðum og kenningum með það að markmiði að auka þekkingu nema á afbrotafræði sem fræðigrein. Jafnframt verður leitast við að nemandi þekki samhengi menningar og afbrota.  Mikilvægt er að nemandinn geti greint hvaða þættir í umhverfi einstaklingsins geti haft áhrif og aukið líkurnar á að einstaklingurinn leiðist í afbrot.  Lögð er á hersla á að nemendur öðlist færni í að beita helstu hugtökum og kenningum afbrotafræðinnar:

Í áfanganum verður farið í grundvallarþætti félagsfræðinnar eins og rannsóknir, kenningar, kynhlutverk, samskipti, vinnumarkaðinn, menningu, fjölskylduna, tengsl einstaklings og samfélags, fjölmiðla, meðvirkni, atvinnulífið og margt annað. Nemendur leysa verkefni, heimapróf verða um helgar, þrjú lotupróf og nemendur halda kynningar og skila verkefnabók (250 stig). Kennslufyrirkomulag verður í formi fyrirlestra, kynninga, verkefnavinnu og umræðitíma.


Framhaldsáfangi í félagsfræði en lögð er áhersla á að beita rannsóknaraðferðum og kenningum með það að markmiði að auka þekkingu nema á rannsóknaraðferðum fræðagreinarinnar fræðigrein. Jafnframt verður leitast við að öðlist færni í að beita makró og míkró sjónarhorni og skilji þau rannsóknarferli sem standa að baki kerfisbundinni rannsókn. Fjallað er um rannsóknir afbrotamála á gagnrýnan hátt og lögð er áhersla á að nemandinn geti á nokkuð sjálfstæðan hátt öðlast færni í að standa að rannsókn samkvæmt þeim fræðilegu vinnubrögðum sem fræðigreinin leggur áherslu á.