Help with Search courses
Körfuknattleikur
Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði körfuknattleiks. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að leikurinn sé greindur sundur í smáar einingar, leikæfingar. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu körfuknattleiks.
  • Undanfari: ÍÞF 102