Help with Search courses

Áfangalýsing:

Kynnt verða þrjú Adobe-forrit sem eru allsráðandi í grafíska geiranum í dag. Markmiðið er að nemendur læri á helstu tól og tæki forritanna sem og helstu aðgerðir og geti í kjölfarið komið frá sér einföldu grafísku efni á tölvutæku formi s.s. til prentsmiðja eða annarra framleiðslu- og birtingaraðila.


Í áfanganum er fjallað um listasögu vesturlanda frá Popplist til dagsins í dag og forsendur sjónlista kannaðar. Horft verður til helstu liststefna, -strauma og -hreyfinga sem mótað hafa tímabilið og hafa að mörgu leyti kollvarpað fyrri hugmyndum okkar um eðli og hlutverk listarinnar. Fjallað verður um ýmsar byltingarkenndar hugmyndir sem fram hafa komið um listina, jafnt sem tilkomu nýrra miðla og aðferða, allt frá umhverfislist, innsetningum og gjörningum, til ljósmyndunar, videólistar og margmiðlunar, auk þess að skoða áhrif þeirra á þróun hefðbundnari miðla. Rýnt verður í fjölþætt efnistök, tækni og aðferðir samtíma-myndlistar, þar sem verk einstaka listamanna verða sett í samhengi við þær menningar-, heimspekilegu- og sögulegu forsendur er liggja þeim til grundvallar.


Þessu þarf að breyta