SNAT1SA05 er yfirlitsáfangi samfélagsgreina við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Áfanganum er ætlað að skerpa sýn nemanda og auka áhuga á samfélagsgreinum s.s. sögu, sálfræði, félagsfræði, hagfræði og heimspeki. Í nútímasamfélagi þar sem sundrung og fasismi hafa tröllriðið umræðunni er aldrei eins mikilvægt að íbúar samfélagi þekki sögu sína og menningu ekki síður en að þekkja sögu og menningu annarra. Það að vera manneskja er að geta sett sig í spor annarra. Því hefur mikilvægi samfélagsgreina í menntakerfinu aldrei verið meira en um þessar stundir