Help with Search courses

Bókmenntir frá 1900
Í áfanganum kynnast nemendur íslenskri bókmenntasögu 20. aldar í samhengi við strauma og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum bæði hérlendis og erlendis á sama tímaskeiði. Nemendur kynnast helstu höfundum á þessum tíma, lesa verk eftir þá, glöggva sig á inntaki bókmenntaverkanna og reyna að átta sig á erindi þeirra við eigin samtíma og nútímann. Nemendur gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega með sérstöku tilliti til mismunandi stíls ólíkra höfunda.     

  • Undanfari:ÍSL 403

Bókmenntasaga frá landnámi til 1550


    Við lok áfangans eiga nemendur að kunna skil á og geta útskýrt íslenskar bókmenntir og bókmenntasögu frá upphafi Íslandsbyggðar til siðaskipta. Þá eiga nemendur að hafa lesið Egils sögu, eddukvæði og dróttkvæði og geta gert grein fyrir helstu atburðum og einkennum. Nemendur skila einni heimildaritgerð og sýna þannig fram á að þeir geti unnið með heimildir. 

      Undanfari er íslenska 212/203