Help with Search courses

Framhaldsáfangi í afbrotafræði þar sem lögð er áherla á að þjálfa nemendur í að beita gagnrýnni hugsun. Farið verður í viðfangsefni afbrotafræðinnar á ítarlegri hátt en í afbrotafræði I og ný viðfangsefni tekin fyrir eins og t.d. íslenskar rannsóknir í afbrotafræði, þróun refsinga, alþjóðlegur samanburður, greiningu afbrotatíðni eftir sveitarfélögum, birtingamynd afbrota í fjölmiðlum, rafræn afbrot, afbrot innan fjölskyldunnar, tengsl félagslegrar stöðu og afbrota og aðferðir til að draga úr afbrotatíðni. Farið verður á ítarlegri hátt í kenningar og rannsóknaraðferðir greinarinnar með það að markmiði að nemandinn verði fær um að lesa fræðin með gleraugum kenninga og verði gagnrýninn á vísindalegan og uppbyggjandi hátt. Þá er lögð áhersla á að nemandinn geti beitt kenningum og vísindalegri hugsun við greiningu á raunverulegum viðfangsefnum. Markmiðið er að auka skilning, túlkun, leikni og færni nemandans í að nota kenningar rannsóknarniðurstöður og rökhugsun með það að markmiði að geta lagt fram stefnumótandi tillögur.  

Framhaldsáfangi þar sem lögð er áhersla á að beita rannsóknaraðferðum og kenningum með það að markmiði að auka þekkingu nema á afbrotafræði 

Inngangur að félagsfræði þar sem farið verður í grundvallarþætti félagsfræðinnar eins og rannsóknir, kenningar, kynhlutverk, samskipti, vinnumarkaðinn, menningu, fjölskylduna, tengsl einstaklings og samfélags, fjölmiðla, meðvirkni, atvinnulífið og margt annað. Nemendur leysa verkefni, heimapróf verða um helgar, þrjú lotupróf, rökræður, nemendur halda kynningar og skila verkefnabók (750 stig). Kennslufyrirkomulag verður í formi fyrirlestra, kynninga, verkefnavinnu og umræðutíma.


Í áfanganum verður farið í grundvallarþætti félagsfræðinnar eins og rannsóknir, kenningar, kynhlutverk, samskipti, vinnumarkaðinn, menningu, fjölskylduna, tengsl einstaklings og samfélags, fjölmiðla, meðvirkni, atvinnulífið og margt annað. Nemendur leysa verkefni, heimapróf verða um helgar, þrjú lotupróf og nemendur halda kynningar og skila verkefnabók. Kennslufyrirkomulag verður í formi fyrirlestra, kynninga, verkefnavinnu og umræðitíma.


Framhaldsáfangi í félagsfræði en lögð er áhersla á að beita rannsóknaraðferðum og kenningum með það að markmiði að auka þekkingu nema á rannsóknaraðferðum fræðagreinarinnar fræðigrein. Jafnframt verður leitast við að öðlist færni í að beita makró og míkró sjónarhorni og skilji þau rannsóknarferli sem standa að baki kerfisbundinni rannsókn. Fjallað er um rannsóknir afbrotamála á gagnrýnan hátt og lögð er áhersla á að nemandinn geti á nokkuð sjálfstæðan hátt öðlast færni í að standa að rannsókn samkvæmt þeim fræðilegu vinnubrögðum sem fræðigreinin leggur áherslu á.