Framhaldsáfangi í afbrotafræði þar sem lögð er áherla á að þjálfa nemendur í að beita gagnrýnni hugsun. Farið verður í viðfangsefni afbrotafræðinnar á ítarlegri hátt en í afbrotafræði I og ný viðfangsefni tekin fyrir eins og t.d. íslenskar rannsóknir í afbrotafræði, þróun refsinga, alþjóðlegur samanburður, greiningu afbrotatíðni eftir sveitarfélögum, birtingamynd afbrota í fjölmiðlum, rafræn afbrot, afbrot innan fjölskyldunnar, tengsl félagslegrar stöðu og afbrota og aðferðir til að draga úr afbrotatíðni. Farið verður á ítarlegri hátt í kenningar og rannsóknaraðferðir greinarinnar með það að markmiði að nemandinn verði fær um að lesa fræðin með gleraugum kenninga og verði gagnrýninn á vísindalegan og uppbyggjandi hátt. Þá er lögð áhersla á að nemandinn geti beitt kenningum og vísindalegri hugsun við greiningu á raunverulegum viðfangsefnum. Markmiðið er að auka skilning, túlkun, leikni og færni nemandans í að nota kenningar rannsóknarniðurstöður og rökhugsun með það að markmiði að geta lagt fram stefnumótandi tillögur.
- Kennari: Bogi Ragnarsson